Bæjarstjórn Mosfellsbæjar

Bæj­ar­stjórn fer með stjórn bæj­ar­ins sam­kvæmt ákvæð­um sveit­ar­stjórn­ar­laga.

Í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sitja bæj­ar­full­trú­ar sem sækja um­boð sitt til kjós­enda á fjög­urra ára fresti. Með meiri­hluta í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar kjör­tíma­bil­ið 2022-2026 fara full­trú­ar Framsóknarflokks (B), Samfylkingar (S) og Viðreisnar (C).

Bæjarstjórn skipa þau:
Örvar Jóhannsson (B), forseti bæjarstjórar
Anna Sigríður Guðnadóttir (S), 1. varaforseti

Dagný Kristinsdóttir (L), 2. varaforseti

Halla Karen Kristjánsdóttir (B)

Ásgeir Sveinsson (D)

Aldís Stefánsdóttir (B)

Jana Katrín Knútsdóttir (D)

Sævar Birgisson (B)

Rúnar Bragi Guðlaugsson (D)

Lovísa Jónsdóttir (C)

Helga Jóhannesdóttir (D)
Bæjarráð fer með framkvæmdastjórn sveitarfélagsins í umboði bæjarstjórnar. 
Halla Karen Kristjánsdóttir er formaður bæjarráðs.

Bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar er Regína Ás­valds­dótt­ir
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri

Ávarp bæjarstjóra

Ársskýrsla Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 lítur nú dagsins ljós og í fyrsta sinn á veftæku formi. Við höfum lagt áherslu á að upplýsingar séu aðgengilegar fyrir kjörna fulltrúa og bæjarbúa og vel settar fram þannig að það sé auðvelt að glöggva sig á helstu lykiltölum.​ Það er bjart framundan í Mosfellsbæ og mikil uppbygging í gangi. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka starfsmönnum bæjarins fyrir góða þjónustu og rekstur bæjarfélagsins og kjörnum fulltrúum fyrir að standa þétt við bakið á okkur, með það að markmiði að bæjarfélagið blómstri með velferð og lífsgæði íbúanna í forgrunni.

Stjórnendateymið

Regína Ásvaldsdóttir

Bæjarstjóri

Regína hefur verið bæjarstjóri frá 2022.

 

Kristján Þór Magnússon

Sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfis

Kristján hefur starfað hjá Mosfellsbæ frá 2023.

Pétur Lockton

Sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs

Pétur hefur starfað hjá Mosfellsbæ frá 1998.

Arnar Jónsson

Sviðsstjóri menningar-, íþrótta og lýðheilsusviðs

Arnar hefur starfað hjá Mosfellsbæ frá 2017.

Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir

Skrifstofustjóri umbóta og þróunar

Ólafía hefur starfað hjá Mosfellsbæ frá 2023.

Sigurbjörg Fjölnisdóttir

Sviðsstjóri velferðarsviðs

Sigurbjörg hefur starfað hjá Mosfellsbæ frá 2019.

Jóhanna Hansen

Sviðsstjóri umhverfissviðs

Jóhanna hefur starfað hjá Mosfellsbæ frá 2006.

Ólöf Kristín Sívertsen

Sviðsstjóri fræðslu- og frístundasviðs

Ólöf hefur starfað hjá Mosfellsbæ frá 2024.

Þóra Margrét Hjaltested

Bæjarlögmaður

Þóra hefur verið bæjarlögmaður frá 2020.

Mosfellsbær í hnotskurn

Bakland starfseminnar

Miðlæg stjórnsýsla í Mosó

Miðlæg stjórnsýsla nær til fjármála- og áhættustýringar, mannauðs- og starfsumhverfis, umbóta og þróunar, auk skrifstofu bæjarlögmanns.

Að læra og leika náttúrulega

Fræðsla og frístund í Mosó

Lögð er áhersla á að tryggja ör­yggi, vellíð­an og vöxt allra í skóla- og frí­stund­astarfi. Hér eru fimm grunnskólar, átta leikskólar, þar af tveir samreknir leik- og grunnskólar, fimm frístundir í skólum, Félagsmiðstöðin Bólið, listaskóli, vinnuskóli, stoðþjónusta í skólum auk skóla- og ráðgjafaþjónustu.

Velferð og náttúruleg lífsgæði

Þjónusta í traustu samfélagi

Veitt er þjónusta fyrir fatlað fólk, eldra fólk, flóttafólk, ásamt félagslegu húsnæði, barnavernd auk fjölbreyttrar félagsþjónustu.

Náttúrulega skapandi og hraust

Menning, íþróttir og lýðheilsa í Mosó

Mikil gróska er í menningu og íþróttum þar sem áhersla er á þátttöku í náttúrulegu og virku samfélagi. Í boði eru sundlaugar, íþróttamannvirki, félagsheimilið Hlégarður, bókasafn, listasalur auk tækifæra til útivistar í náttúrunni.

Náttúrulegt útlit

Skipulag, byggingar og umhverfismál í Mosó

Fjölbreytt þjónusta sem tryggir innviði bæjarins og stuðlar að náttúrulegu umhverfi. Umsjón er með skipulags- og byggingarmálum, rusl- og sorphirðu, garðyrkju, götulýsingum, snjóhreinsun, umhirðu gatna og göngustíga auk reksturs Eignasjóðs og MosVeitna.

Metár í framkvæmdum

Árið 2024 einkenndist af umfangsmiklum framkvæmdum en það var fjárfest fyrir 3,7 ma kr. og er eitt stærsta fjárfestingaár Mosfellsbæjar til þessa.

Stærsta fram­kvæmd árs­ins var nýr leik­skóli fyr­ir 150 börn í Helga­fells­hverfi sem verð­ur tek­inn til notk­un­ar í sum­ar 2025. Þá var einn­ig unn­ið að inn­rétt­ing­um í íþrótta­hús­inu við Helga­fells­skóla og við gatna­gerð í hverf­inu. Fram­kvæmd­ir voru hafn­ar á að­al­vell­in­um við Varmá og end­ur­nýj­un skóla­lóða við Kvísl­ar­skóla og Varmár­skóla. Auk þess var far­ið í
um­fangs­mikl­ar við­halds­fram­kvæmd­ir í skóla­bygg­ing­um.

Í þessari samantekt má sjá ítarlega sundurliðun á helstu framkvæmdum ársins 2024.

Lykiltölur ársins

,5

skuldaviðmið

m.kr

rekstrartekjur ársins

m.kr

rekstrargjöld ársins

m.kr

fjármagnsliðir ársins

m.kr

veltufé frá rekstri

m.kr

heildarfjárfestingar ársins

m.kr

Rekstrarafgangur ársins 2024

Íbúaþróun

Íbúafjöldi Mosfellsbæjar
1. janúar 2025

%

íbúa eru karlkyns

%

íbúa eru kvenkyns

%

íbúa eru með erlent ríkisfang

Helstu fréttir ársins 2024

Skrifstofur
Þverholti 2
270 Mosfellsbær
kt. 470269-5969
rnr. 549-26-2200

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00