Heildartekjur bæjarins námu 22,2 milljörðum króna. Rekstrargjöld fyrir afskriftir voru 19,2 milljarðar króna, þar af nam launakostnaður 10,9 milljörðum eða 57% útgjalda.
Eigið fé sveitarfélagsins var 8,8 milljarðar í árslok og eiginfjárhlutfall 25,1%. Veltufé frá rekstri nam 1.815 milljónum eða 8,2% af tekjum. Skuldaviðmið var 94,5% sem er vel innan ramma um fjármál sveitarfélaga sem er 150%.
Fræðslu- og uppeldismál eru umfangsmesti málaflokkurinn og til hans var varið 9.221 milljónum eða 53,4% skatttekna. Til félagsþjónustu var veitt 3.786 milljónum eða 21,9% skatttekna og eru þar með talin framlög vegna málefna fatlaðs fólks. Loks eru íþrótta- og tómstundarmál þriðja umfangsmesta verkefni bæjarins og til þeirra var ráðstafað um 1.770 milljónum eða 10,3% skatttekna.
Skrifstofur
Þverholti 2
270 Mosfellsbær
kt. 470269-5969
rnr. 549-26-2200
Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00
Hafa samband
+354 525 6700
mos@mos.is