Ársreikningur 2024

Traust­ur rekst­ur

Heild­ar­tekj­ur bæj­ar­ins námu 22,2 millj­örð­um króna. Rekstr­ar­gjöld fyr­ir af­skrift­ir voru 19,2 millj­arð­ar króna, þar af nam launa­kostn­að­ur 10,9 millj­örð­um eða 57% út­gjalda.

Eig­ið fé sveit­ar­fé­lags­ins var 8,8 millj­arð­ar í árslok og eig­in­fjár­hlut­fall 25,1%. Veltufé frá rekstri nam 1.815 millj­ón­um eða 8,2% af tekj­um. Skulda­við­mið var 94,5% sem er vel inn­an ramma um fjár­mál sveit­ar­fé­laga sem er 150%.

Fræðslu- og upp­eld­is­mál eru um­fangs­mesti mála­flokk­ur­inn og til hans var var­ið 9.221 millj­ón­um eða 53,4% skatt­tekna. Til fé­lags­þjón­ustu var veitt 3.786 millj­ón­um eða 21,9% skatt­tekna og eru þar með talin fram­lög vegna mál­efna fatl­aðs fólks. Loks eru íþrótta- og tóm­stund­ar­mál þriðja um­fangs­mesta verk­efni bæj­ar­ins og til þeirra var ráð­stafað um 1.770 millj­ón­um eða 10,3% skatt­tekna.

Skrifstofur
Þverholti 2
270 Mosfellsbær
kt. 470269-5969
rnr. 549-26-2200

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00