Unnið var að dren- og sökkulveggjum við vesturálmu skólans.
Ný vörumóttaka við eldhús var tekin í notkun.
Vinna hófst við endurnýjun skólalóðarinnar, m.a. með upphituðum sparkvelli.
Íþróttamiðstöðin Varmá
Aðalinngangur fékk andlitslyftingu.
LED-væðing hófst, sem mun bæta lýsingu til muna.
Varmárlaug
Umfangsmiklar viðgerðir framkvæmdar, m.a. vegna ástands laugarbakka sem brjóta þurfti upp og endursteypa.
Snjóbræðsla var endurnýjuð.
Laugin máluð og heiti potturinn flísalagður.
Knattspyrnuvöllurinn við Varmá
Unnið var að jarðvinnu og samið um frágang við lýsingu vallarsvæðis.
Lágafellsskóli
Breytingar voru gerðar á aðstöðu ritara.
Unnið var að úrbótum á eldvörnum skólans.
Íþróttamiðstöðin Lágafelli
Neyðarhurðir í íþróttasal voru endurnýjaðar.
Úttekt var gerð á þaki miðstöðvarinnar og undirbúningur hafinn fyrir nauðsynlegar viðgerðir.
Lágafellslaug
Rennibrautir voru lagfærðar.
Endurnýjun stökkpalla.
Færanlegt gólf innilaugar var lagfært.
Loftapanill í sturtum var endurnýjaður.
Stjórnbúnaður laugar og potta var yfirfarinn og endurnýjaður.
Kvíslarskóli
Frágangur á lóð var kláraður.
Úrbætur voru gerðar á eldvörnum.
LED-væðing innanhúss hófst.
Helgafellskóli
Framkvæmdir við nýtt íþróttahús, innri veggir, spartl og málning, innréttingar og flísalögn voru langt komin.
Salernisaðstaða á leikskóladeild var bætt.
Njarðarholt
Leikvöllur var lagfærður.
Gafl á húsi var endurnýjaður.
Forstofa var flísalögð.
Nýr leikkofi var settur upp.
Brúarland
Húsið var endurnýjað og gert aðgengilegt fyrir eldri borgara.
Málað að innan, ný gólfefni og nýjar inréttingarnar settar upp.
Hlégarður
Skyggni utandyra var endurnýjað.
Hljóðvist innandyra var bætt.
Málningarvinna og uppfærsla á gólfefnum fóru fram.
Aðgengi milli sala var bætt með nýjum hurðum.
Listaskólinn
Rakabúnaður endurnýjaður.
Bólið
Húsið var málað að utan.
Hljóðvist í sal var bætt.
Hlíð
Skipt var um þak á tengibyggingu.
Gluggar voru endurnýjaðir.
Gólf voru lagfærð.
Hlaðhamrar
Leikskólalóð var kláruð.
Ný leiktæki voru sett upp.
Leirvogstunga
Þvottahús var endurnýjað.
Aðgengi að leikskólanum var bætt.
Reykjakot
100 m² viðbygging var reist með nýju eldhúsi og starfsmannaaðstöðu.
Gluggar í Litlakoti voru endurnýjaðir.
Ný rennibraut var sett upp.
Hulduberg
Gluggaveggir á tveimur deildum voru endurnýjaðir.
Umhverfisverkefni og gönguleiðir
Endurnýjun gönguleiða
Endurnýjun á stikun gönguleiða í samstarfi við Skátafélagið Mosverja, m.a. í Úlfarsfelli og við Reykjafell.
Viðgerðir á göngubrúm
Viðgerðir á göngubrúm við Seljadalsá og Varmá.
Nýir stígar
Nýir stígar settir upp við Æsustaðafjall og Skáldaleið lagfærð frá Gljúfrasteini að Helgufossi.
Hreinsunarátak
Hreinsunarátak með þátttöku skáta og Aftureldingar. Iðkendur í yngri deildum Aftureldingar týndu rusl í bæjarlandinu og fengu styrk fyrir. Skátarnir hreinsuðu úr Varmánni og meðfram bökkum hennar.
Leikvellir og útivist
Sparkvöllur við Leirutanga
Malbik var fjarlægt.
Jarðvegi var skipt út.
Gervigras lagt á.
Ný mörk voru sett upp.
Körfuboltavöllur við Leirutanga
Fékk nýja gúmmímottulögn.
Karfa var endurnýjuð.
Frisbígolfvöllur
Endurhannaður og færður til.
Heilsársstígar voru lagðir.
Flækjan
Ný hjólabraut var sett upp í samstarfi við Icebike Adventures og Hjóldeild Aftureldingar.
1 km löng braut.
Hönnuð fyrir öll færnistig.
Grisjun og umhirða
Fór fram á opnum svæðum, blómasýning Í túninu heima og jólaskreytingar.
Innviðir og veitur
Grenndarstöðvar
Tvær nýjar grenndarstöðvar voru settar upp fyrir flokkun við Bogatanga og Vogatungu.
Gatnaviðhald
Malbikunarframkvæmdir fóru fram m.a. í Vogatungu, Leirutanga, Engjavegi.
Veitur Mosfellsbæjar
Lokahús er í byggingu við Víðiteig til að tryggja vatnsþrýsting.
Led innleiðing
Innleiðing á LED-götulýsingu hófst bæði í nýjum og eldri hverfum.
Gatnagerð
Gatnagerð við Úugötu var að mestu lokið á árinu.
Skipulag og nýframkvæmdir
Nýr leikskóli í Helgafellshverfi
Um var að ræða stærsta einstaka skólamannvirki ársins 2024.
Húsið var hannað fyrir um 150 börn.
Búið er að loka húsinu og unnið var að einangrun og að setja klæðningu upp að utan.
Innandyra var unnið við lagnir og að reisa milliveggi.
Framkvæmdir gengu samkvæmt áætlun og verklok voru áætluð sumarið 2025.
Korputún
Gatnagerð hófst í nýju verslunar- og þjónustusvæði við Vesturlandsveg þar sem áhersla lögð á sjálfbærni og náttúruvænt skipulag.
Í fyrsta áfanga munu rísa matvöruverslun og önnur þjónusta.
Deiliskipulag hefur verið samþykkt.
Úthlutun lóða
34 nýjum lóðum var úthlutað við Úugötu í suðurhlíðum Helgafells.
2 lóðum var úthlutað í Fossatungu.
16 lóðum var úthlutað í Langatanga.
Farsældartún (áður Skálatún)
Deiliskipulag er hafið fyrir Farsældartún þar sem ný byggð mun rísa sem en hún mun hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra fjölþætta þjónustu.
Skrifstofur Þverholti 2 270 Mosfellsbær kt. 470269-5969 rnr. 549-26-2200
Opið virka daga mán. – fim. 8:00-16:00 fös. 8:00-13:00