Framkvæmdir ársins 2024

Viðhald fasteigna

Varmárskóli

  • Unnið var að dren- og sökkulveggjum við vesturálmu skólans.
  • Ný vörumóttaka við eldhús var tekin í notkun.
  • Vinna hófst við endurnýjun skólalóðarinnar, m.a. með upphituðum sparkvelli.

Íþróttamiðstöðin Varmá

  • Aðalinngangur fékk andlitslyftingu.
  • LED-væðing hófst, sem mun bæta lýsingu til muna.

Varmárlaug

  • Umfangsmiklar viðgerðir framkvæmdar, m.a. vegna ástands laugarbakka sem brjóta þurfti upp og endursteypa.
  • Snjóbræðsla var endurnýjuð.
  • Laugin máluð og heiti potturinn flísalagður.

Knattspyrnuvöllurinn við Varmá

  • Unnið var að jarðvinnu og samið um frágang við lýsingu vallarsvæðis.

Lágafellsskóli

  • Breytingar voru gerðar á aðstöðu ritara.
  • Unnið var að úrbótum á eldvörnum skólans.

Íþróttamiðstöðin Lágafelli

  • Neyðarhurðir í íþróttasal voru endurnýjaðar.
  • Úttekt var gerð á þaki miðstöðvarinnar og undirbúningur hafinn fyrir nauðsynlegar viðgerðir.

Lágafellslaug

  • Rennibrautir voru lagfærðar.
  • Endurnýjun stökkpalla.
  • Færanlegt gólf innilaugar var lagfært.
  • Loftapanill í sturtum var endurnýjaður.
  • Stjórnbúnaður laugar og potta var yfirfarinn og endurnýjaður.

Kvíslarskóli

  • Frágangur á lóð var kláraður.
  • Úrbætur voru gerðar á eldvörnum.
  • LED-væðing innanhúss hófst.

Helgafellskóli

  • Framkvæmdir við nýtt íþróttahús, innri veggir, spartl og málning, innréttingar og flísalögn voru langt komin.
  • Salernisaðstaða á leikskóladeild var bætt.

Njarðarholt

  • Leikvöllur var lagfærður.
  • Gafl á húsi var endurnýjaður.
  • Forstofa var flísalögð.
  • Nýr leikkofi var settur upp.

Brúarland

  • Húsið var endurnýjað og gert aðgengilegt fyrir eldri borgara.
  • Málað að innan, ný gólfefni og nýjar inréttingarnar settar upp.

Hlégarður

  • Skyggni utandyra var endurnýjað.
  • Hljóðvist innandyra var bætt.
  • Málningarvinna og uppfærsla á gólfefnum fóru fram.
  • Aðgengi milli sala var bætt með nýjum hurðum.

Listaskólinn

  • Rakabúnaður endurnýjaður.

Bólið

  • Húsið var málað að utan.
  • Hljóðvist í sal var bætt.

Hlíð

  • Skipt var um þak á tengibyggingu.
  • Gluggar voru endurnýjaðir.
  • Gólf voru lagfærð.

Hlaðhamrar

  • Leikskólalóð var kláruð.
  • Ný leiktæki voru sett upp.

Leirvogstunga

  • Þvottahús var endurnýjað.
  • Aðgengi að leikskólanum var bætt.

Reykjakot

  • 100 m² viðbygging var reist með nýju eldhúsi og starfsmannaaðstöðu.
  • Gluggar í Litlakoti voru endurnýjaðir.
  • Ný rennibraut var sett upp.

Hulduberg

  • Gluggaveggir á tveimur deildum voru endurnýjaðir.

Umhverfisverkefni og gönguleiðir

Endurnýjun gönguleiða

  • Endurnýjun á stikun gönguleiða í samstarfi við Skátafélagið Mosverja, m.a. í Úlfarsfelli og við Reykjafell.

Viðgerðir á göngubrúm

  • Viðgerðir á göngubrúm við Seljadalsá og Varmá.

Nýir stígar

  • Nýir stígar settir upp við Æsustaðafjall og Skáldaleið lagfærð frá Gljúfrasteini að Helgufossi.

Hreinsunarátak

  • Hreinsunarátak með þátttöku skáta og Aftureldingar. Iðkendur í yngri deildum Aftureldingar týndu rusl í bæjarlandinu og fengu styrk fyrir. Skátarnir hreinsuðu úr Varmánni og meðfram bökkum hennar.

Leikvellir og útivist

Sparkvöllur við Leirutanga

  • Malbik var fjarlægt.
  • Jarðvegi var skipt út.
  • Gervigras lagt á.
  • Ný mörk voru sett upp.

Körfuboltavöllur við Leirutanga

  • Fékk nýja gúmmímottulögn.
  • Karfa var endurnýjuð.

Frisbígolfvöllur

  • Endurhannaður og færður til.
  • Heilsársstígar voru lagðir.

Flækjan

  • Ný hjólabraut var sett upp í samstarfi við Icebike Adventures og Hjóldeild Aftureldingar.
  • 1 km löng braut.
  • Hönnuð fyrir öll færnistig.

Grisjun og umhirða

  • Fór fram á opnum svæðum, blómasýning Í túninu heima og jólaskreytingar.

Innviðir og veitur

Grenndarstöðvar 

  • Tvær nýjar grenndarstöðvar voru settar upp fyrir flokkun við Bogatanga og Vogatungu.

Gatnaviðhald

  • Malbikunarframkvæmdir fóru fram m.a. í Vogatungu, Leirutanga, Engjavegi.

Veitur Mosfellsbæjar

  • Lokahús er í byggingu við Víðiteig til að tryggja vatnsþrýsting.

Led innleiðing

  • Innleiðing á LED-götulýsingu hófst bæði í nýjum og eldri hverfum.

Gatnagerð

  • Gatnagerð við Úugötu var að mestu lokið á árinu.

Skipulag og nýframkvæmdir

Nýr leikskóli í Helgafellshverfi

  • Um var að ræða stærsta einstaka skólamannvirki ársins 2024.
  • Húsið var hannað fyrir um 150 börn.
  • Búið er að loka húsinu og unnið var að einangrun og að setja klæðningu upp að utan.
  • Innandyra var unnið við lagnir og að reisa milliveggi.
  • Framkvæmdir gengu samkvæmt áætlun og verklok voru áætluð sumarið 2025.

Korputún

  • Gatnagerð hófst í nýju verslunar- og þjónustusvæði við Vesturlandsveg þar sem áhersla lögð á sjálfbærni og náttúruvænt skipulag.
  • Í fyrsta áfanga munu rísa matvöruverslun og önnur þjónusta.
  • Deiliskipulag hefur verið samþykkt.

Úthlutun lóða

  • 34 nýjum lóðum var úthlutað við Úugötu í suðurhlíðum Helgafells.
  • 2 lóðum var úthlutað í Fossatungu.
  • 16 lóðum var úthlutað í Langatanga.

Farsældartún (áður Skálatún)

  • Deiliskipulag er hafið fyrir Farsældartún þar sem ný byggð mun rísa sem en hún mun hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra fjölþætta þjónustu.

Skrifstofur
Þverholti 2
270 Mosfellsbær
kt. 470269-5969
rnr. 549-26-2200

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00